Reginn hf.: Niðurstöður hluthafafundar Regins hf. 4. júlí 2023


Hluthafafundur Regins hf. var haldinn þriðjudaginn 4. júlí 2023, klukkan 16:00, í Háteig fundarsal á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.

Samþykkt var breyting á 4. gr. samþykkta félagsins þannig að við ákvæðið bætist ný málsgrein sem veitir stjórn félagsins heimild til þess að hækka hlutafé þess um allt að kr. 1.544.202.597 til þess að efna uppgjör á valfrjálsu yfirtökutilboði í Eik fasteignafélag hf. („Eik“). Nýja málsgreinin er svohljóðandi;

Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 1.544.202.597 kr. að nafnverði með áskrift nýrra hluta til þess að efna uppgjör á valfrjálsu yfirtökutilboði í allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf., kt. 590902-3730. Áskriftargengi hinna nýju hluta skal vera í samræmi við skilmála valfrjálsa yfirtökutilboðsins. Hluthafar skulu falla frá forgangsrétti samkvæmt 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Heimildin skal gilda í tólf mánuði frá samþykkt.“

Þann 6. júlí nk. mun birtast auglýsing um tilboðið sem tekur gildi þann 10. júlí nk. Gildistími valfrjálsa yfirtökutilboðsins verður tíu vikur, eða til 18. september 2023. Tilboðsyfirlitið verður sent til allra hluthafa sem skráðir eru í hlutaskrá Eikar á þeim tíma sem það er lagt fram og birt í samræmi við lög nr. 108/2007 um yfirtökur. Tilboðið verður meðal annars háð skilyrðum um að samþykki fáist frá viðeigandi yfirvöldum, svo sem Samkeppniseftirlitinu, og að handhafar að lágmarki 75% atkvæðaréttar Eikar samþykki tilboðið. Fyrirhugað er að hið síðarnefnda skilyrði um samþykki handhafa 75% atkvæðaréttar Eikar verði ófrávíkjanlegt og skal tilboðsgjafa því ekki heimilt að falla frá því eða breyta. Er því um að ræða breytingu frá því sem áður hafði komið fram.  

Meðfylgjandi eru uppfærðar samþykktir Regins.

Viðhengi



Attachments

Reginn hf.- Samþykktir