Tilkynning frá Eimskip


Vísað er til tilkynningar félagsins frá 20. júní 2022 varðandi húsleit danska samkeppniseftirlitsins sem sneri að starfsemi Atlantic Trucking í Danmörku og er hluti af Eimskip Denmark A/S.

Í tilkynningunni kom fram að Eimskipafélag Íslands hf. hefði ekki ástæðu til að ætla að brotið hefði verið gegn dönskum samkeppnislögum í starfsemi Atlantic Trucking sem hefði um 5% markaðshlutdeild á þessum markaði.

Í dag barst félaginu bréf frá danska samkeppniseftirlitinu þar sem eftirlitið tilkynnir um ákvörðun sína að hætta rannsókn málsins og loka því. Eimskip er ánægt með að málinu sé þar með lokið.

Frekari upplýsingar
Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 825 3399, netfang: investors@eimskip.com
Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími: 844 4752, netfang: investors@eimskip.com