Sýn hf.: Breytingar í framkvæmdarstjórn Sýnar hf.


Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum.

„Alda hóf störf hjá Sýn í byrjun árs 2022 og hefur verið í lykilhlutverki í þeim breytingum sem félagið hefur farið í gegnum síðasta árið. Það er eftirsjá í Öldu en við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi og þökkum henni kærlega fyrir samstarfið“ segir Yngvi Halldórsson forstjóri Sýnar. 

Mannauður færist undir Nýsköpun og Rekstur hjá Sýn. Fækkar því um einn í framkvæmdastjórn Sýnar.  

„Sýn er á sóknarvegferð sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á þjónustu við viðskiptavini, endurbætur á innri ferlum, kerfum og rekstri. Mannauður spilar lykilhlutverk í þessari breytingarvegferð fyrirtækisins og því ánægjulegt að fá þá öflugu aðila sem þar starfa til liðs sterkt teymi starfsmanna Nýsköpunar og rekstrar“, segir Hulda Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunar og Rekstrar hjá Sýn.