Landsbréfa skilar góðum árangri á fyrri hluta ársins


Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.  Helstu niðurstöður voru þessar:

  • Hagnaður Landsbréfa eftir skatta var tæpar 483 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2023 samanborið við tæpar 448 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.182 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 1.059 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Eigið fé í lok tímabils var 3.566 milljónir króna samanborið við 3.783 milljónir króna í árslok 2022, en félagið greiddi móðurfélagi sínum Landsbankanum sínum 700 milljón króna arðgreiðslu í maí síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall Landsbréfa var 80,94% við lok tímabilsins.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Rekstur Landsbréfa gekk vel á tímabilinu. Hagnaður var um 483 m. kr. og endurspeglar traustan rekstur félagsins. Markaðsaðstæður hafa verið krefjandi, einkum á innlendum verðbréfamarkaði. Verðbólga hefur verið há og vaxtastig farið hækkandi. Þrátt fyrir það hefur takturinn í hagkerfinu verið öflugur og hef ég fulla trú á því að næstu mánuði muni verðbólga fara hjaðnandi og hagkerfið nái sæmilega mjúkri lendingu. Það eru að mörgu leyti krefjandi tímar á eignamörkuðum og skiptir miklu máli að vandað sé til verka við ávöxtun fjármuna. Það er verkefni sem Landsbréf taka alvarlega, enda hafa Landsbréf um árabil skilað fjárfestum í sjóðum félagsins góðri ávöxtun og reynt starfsfólk félagsins mun halda áfram að leggja sig fram við að standa undir því trausti sem vaxandi fjöldi sjóðfélaga sýnir Landsbréfum.

Landsbréfa hafa um árabil verið í fararbroddi á Íslandi sem leiðandi sjóðastýringarfyrirtæki. Félagið rekur fjölbreytt úrval verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða auk þess sem félagið sinnir afmörkuðum eignastýringarverkefnum fyrir lífeyrissjóði og fleiri stærri fjárfesta.“

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500.

Viðhengi



Attachments

Árshlutareikningur Landsbréfa 30. júní 2023