Árshlutareikningur RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2023


Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins 2023 nam 916 milljónum króna en var 934 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2022.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 914 milljónir króna á tímabilinu en þeir voru neikvæðir um 1.250 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2022. Fjármagnstekjur jukust úr 84 milljónum króna í 758 milljónir króna milli ára, sem skýrist af auknum fjármagnstekjum vegna skuldabréfaeignar, en fjármagnsgjöld jukust úr 1.334 milljónum króna í 1.672 milljónir króna.

Vegna sölu á eignarhlut RARIK í Landsneti hf. á árinu 2022 eru engin reiknuð áhrif hlutdeildarfélags á árinu 2023. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets voru hins vegar jákvæð um 567 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2022.

Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður tímabilsins 2 milljónum króna samanborið við 314 milljónir króna á sama tímabili 2022.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.471 milljón króna, samanborið við 2.318 milljónir króna árið áður.

Hreint veltufé frá rekstri, fyrir vexti og skatta, var 2.385 milljónir króna samanborið við 2.277 milljónir króna á sama tímabili árið 2022.

Eignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2023 voru 90.398 milljónir króna en skuldir 34.921 milljón króna. Eigið fé félagsins var því 55.477 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið um 61% og lækkaði lítillega á tímabilinu.

Fjárfestingar á árinu 2023 eru áætlaðar um 7,6 milljarðar króna en fjárfestingar fyrstu sex mánuði ársins námu um 2,4 milljörðum króna.

Gert er ráð fyrir að rekstur RARIK á árinu 2023 fyrir fjármagnsliði verði sambærilegur á seinni helmingi ársins en heildarafkoma ársins ræðst að verulegu leyti af þróun verðlags sem hefur áhrif á fjármagnsliði samstæðunnar.

Árshlutareikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

Helstu stærðir samstæðureikningsins eru sýndar í meðfylgjandi töflu.

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK,  fjárhæðir eru  í milljónum króna

  jan-jún jan-jún jan-jún jan-jún jan-jún
  2023 2022 2021 2020 2019
           
Rekstartekjur 10.005 8.630 8.207 8.170 8.365
Rekstrargjöld 9.089 7.696 7.100 7.131 6.749
Rekstrarhagnaður 916 934 1.107 1.039 1.616
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) -914 -1.250 -687 -1.014 -735
Áhrif hlutdeildarfélags 0 567 467 404 538
Hagnaður  fyrir skatta 2 251 887 429 1.419
Tekjuskattur 0 63 -84 -5 -176
Hagnaður 2 314 803 424 1.243
           
Eignir samtals 90.398 83.539 77.919 69.450 67.530
Eigið fé 55.477 54.044 49.876 45.894 42.732
Skuldir 34.921 29.495 28.043 23.556 24.798
           
Handbært fé frá rekstri 313 1.520 1.020 1.423 1.790
Greidd vaxtagjöld 490 383 369 346 366
           
EBITDA 2.471 2.318 2.453 2.256 2.715
Vaxtaþekja 5,0 6,1 6,6 6,5 7,4
Eiginfjárhlutfall 61,4% 64,7% 64,0% 66,1% 63,3%


Árshlutareikningur RARIK fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2023 var samþykktur á fundi stjórnar þann 24. ágúst 2023. Árshlutareikningurinn er hvorki endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri RARIK í síma 528-9000.

Attachments



Attachments

Samandreginn arshlutareikningur RARIK samstaedunnar 30 juní 2023 Frettatilkynning um afkomu RARIK ohf fyrstu sex manudi arsins 2023