Eik fasteignafélag hf.: Greinargerð stjórnar vegna yfirtökutilboðs Regins hf.


Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið og gerir nú opinbera greinargerð sína vegna valfrjáls yfirtökutilboðs Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags þar sem fram kemur rökstutt álit stjórnarinnar á tilboðinu og skilmálum þess. Í greinargerðinni er m.a. fjallað um álit stjórnarinnar á framtíðaráformum tilboðsgjafa og hvaða áhrif hún telur að tilboðið geti haft á hagsmuni félagsins, störf stjórnenda og starfsmanna þess, sem og staðsetningu starfsstöðva félagsins lögum samkvæmt.

Að teknu tilliti til þeirra upplýsinga og greininga er fram koma í greinargerðinni er það mat stjórnar Eikar fasteignafélags að það sé ekki vænlegt fyrir hluthafa félagsins að samþykkja yfirtökutilboð Regins fyrst og fremst vegna þess að sá eignarhlutur sem hluthöfum Eikar fasteignafélags er boðinn í sameinuðu félagi, samkvæmt tilboðinu, er of lítill.

Skorað er á hluthafa að kynna sér greinargerð stjórnar Eikar fasteignafélags, tilboðsyfirlit Regins og aðrar upplýsingar sem fram hafa komið af hálfu Regins í tengslum við yfirtökutilboðið.

Kynning á greinargerð stjórnar Eikar fasteignafélags fer fram á hluthafafundi félagsins nk. föstudag kl. 16:00. Verður fundurinn haldinn í salnum Sjónarhóll, Nauthól, Nauthólsvegi 106, Reykjavík. Eru hluthafar hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum.

Viðhengi



Attachments

Greinargerð stjórnar Eikar fasteignafélags hf. vegna yfirtökutilboðs Regins hf.