Í samræmi við skilmála skuldabréfsins SIL 23 1 munu vextir skuldabréfsins fyrir tímabilið 20. september til 19. desember 2023 verða 11,50%.
Útgefandi mun jafnframt stækka flokkinn í samræmi við áskriftarloforð að nafnvirði 2.526.000.000 kr. þann 21. september næstkomandi. Heildarnafnvirði flokksins að lokinni stækkun verður 5.696.000.000 kr.
Nánari upplýsingar veita Anna Kristjánsdóttir, anna.kristjansdottir@stefnir.is og Fríða Einarsdóttir, frida.einarsdottir@stefnir.is