Reginn hf.: – Lagalegar skorður á viðræðum stjórna Regins og Eikar



Vísað er til opinbers tilboðsyfirlits, dags. 10. júlí 2023, sbr. viðauka, dags. 14. september 2023, í tengslum við valfrjálst tilboð Regins hf. („Reginn“) í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) („valfrjálsa tilboðið“).

Þann 11. október sl. barst stjórn Regins bréf frá stjórn Eikar þar sem meðal annars var lýst yfir vilja til viðræðna um tilboðið og áherslur sameinaðs félags.

Stjórn Regins hefur farið yfir erindið og sent stjórn Eikar meðfylgjandi bréf. Tilboðinu er markaður skýr rammi samkvæmt lögum um yfirtökur, samkeppnislögum og stöðu félaganna sem skráðra félaga á markaði.

Á meðan tilboðið er í sínum lögbundna farvegi bindur sá lagalegi rammi hendur stjórnar Regins og takmarkar möguleika hennar til þess að eiga viðræður við stjórn Eikar um mögulegar breytingar á tilboðinu, hvort sem er á skilmálum þess eða þeim áherslum sem liggja tilboðinu til grundvallar. Meðal annars í því ljósi telur stjórn Regins sér ekki fært að verða við beiðni stjórnar Eikar um viðræður á þeim grundvelli sem lagður er til í bréfinu.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins hf., sími: 821 0001

Viðhengi



Attachments

Reginn hf. - Bréf til stjórnar Eikar - 19.10.2023