Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í 42. viku 2023 keypti Eimskip 165.000 eigin hluti fyrir kr. 78.606.000 samkvæmt neðangreindu:

DagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð
16.10.202309:3433.000482,0015.906.000
17.10.202309:3733.000478,0015.774.000
18.10.202309:3333.000474,5015.658.500
19.10.202309:3933.000474,5015.658.500
20.10.202313:3233.00047315.609.000
Samtals 165.000 78.606.000

Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í kauphöll þann 10. október 2023.

Eimskip átti 1.824.320 eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 1.989.483 hluti sem nemur 1,19% af heildarhlutafé félagsins.

Eimskip hefur nú keypt samtals 264.000 hluti skv. núgildandi áætlun, eða sem nemur 12,28% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir á grundvelli hennar. Kaupverð er samtals kr. 125.911.500 sem nemur 12,59% hámarksfjárhæðar skv. núgildandi áætlun.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 2.150.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en kr. 1.000.000.000. Heimildin gildir í 18 mánuði frá aðalfundi félagsins sem var haldinn 9. mars 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir
Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími: 844 4752, netfang: investors@eimskip.com