Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í 47. viku 2023 keypti Eimskipafélag Íslands hf. 165.000 eigin hluti fyrir ISK 74.514.000 eins og hér segir:

DagsetningTími viðskiptaKeyptir hlutir Gengi á hlutKaupverð
20.11.202311:4633.000449,0014.817.000
21.11.202315:2533.000450,0014.850.000
22.11.202314:1933.000449,5014.833.500
23.11.202310:1733.000451,5014.899.500
24.11.202311:2733.000458,0015.114.000
 Samtals165.000 74.514.000

Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem var hrint í framkvæmd 11. október 2023, sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 10. október 2023.

Eimskip átti 2.649.320 eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 2.814.320 hluti sem nemur 1,68% af heildarhlutafé félagsins.

Eimskip hefur nú keypt samtals 1.089.000 hluti skv. núgildandi áætlun, eða sem nemur 50,65% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir á grundvelli hennar. Kaupverð samtals er 503.349.000  sem nemur 50,33% hámarksfjárhæðar skv. núgildandi áætlun

Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða í kauphöll Nasdaq  Iceland hf. að hámarki keyptir 2.150.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei meira en 1.000 milljónir króna . Heimildin gildir í 18 mánuði frá aðalfundi félagsins sem var haldinn 9. mars 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, og reglugerð framkvæmdastjórnar 2016/1052/EB, sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupáætlanir.

Nánari upplýsingar veitir
Guðbjörg Birna Björnsdóttir, forstöðumaður fjárstýringar og fjárfestatengsla, sími: 844 4752, netfang: investors@eimskip.com