Hagar hf.: Stefnumarkandi vinna að hefjast hjá Festi og Olís um skoðun á framtíðareignarhaldi innviðafélaganna Olíudreifingar ehf., Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli ehf. og EBK ehf.


Festi og Olís, dótturfélag Haga, hafa sameiginlega ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka til ráðgjafar um stefnu og framtíðarmöguleika hvað varðar eignarhluti félaganna í Olíudreifingu ehf., Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli ehf. ("EAK") og EBK ehf. ("EBK").  

Olíudreifing er 60% í eigu Festi og 40% í eigu Olís. EAK er 33,3% í eigu Festi og 33,3% í eigu Olís. EBK er 25% í eigu Festi og 25% í eigu Olís. 

Félögin eru mikilvæg innviðafélög hvað varðar birgðahald og dreifingu á eldsneyti á Íslandi. Meginstarfsemi Olíudreifingar er birgðahald og dreifing á eldsneyti um land allt en meginstarfsemi EAK og EBK er birgðahald og dreifing á flugvélaeldsneyti á Keflavíkurflugvelli. Í verkefninu felst meðal annars að kanna möguleika á breyttu eignarhaldi, eftir atvikum í samvinnu við aðra hluthafa EAK og EBK, með það að markmiði að hámarka verðmæti hluthafa, einfalda eignarhaldið og um leið tryggja hagfellda framtíðarþróun innviða þeirra.  

Nánar verður upplýst um framgang verkefnisins um leið og tilefni er til.  


Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, í síma 530-5500 eða á fo@hagar.is.