Eimskip: Tilnefningarnefnd óskar eftir framboðum til stjórnar


Tilnefningarnefnd er undirnefnd stjórnar og hefur það hlutverk að aðstoða og upplýsa stjórn vegna ferils við framboð til stjórnar og varastjórnar, sem og öflun framboða/tilnefninga til stjórnar, varastjórnar og undirnefnda hennar.

Aðalfundur Eimskips verður haldinn 7. mars 2024 og óskar tilnefningarnefnd eftir framboðum til stjórnar.

Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á vefsvæði aðalfundar á fjárfestasíðu félagsins og skal skila á netfangið nominationcommittee@eimskip.com

Frestur til að skila inn framboðum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar er til klukkan 12:00 fimmtudaginn 8. febrúar 2024. Nefndin áskilur sér rétt eftir atvikum til að fjalla um framboð sem berast síðar.

Allir núverandi stjórnarmenn bæði aðal og varamenn í Eimskipafélagi Íslands hf. hyggjast gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Tillaga nefndarinnar að tilnefningu frambjóðenda til stjórnarsetu verður kynnt tveimur vikum fyrir aðalfund, með tillögum stjórnar, eða 22. febrúar.

Almennum framboðsfresti til stjórnar lýkur tíu sólarhringum fyrir aðalfund eða kl. 15:00 þann 26. febrúar nk. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki.