Reginn hf.: Nýr samningur um viðskiptavakt við Íslandsbanka hf.


Reginn hf. hefur gert samning um viðskiptavakt við Íslandsbanka hf. á útgefnum hlutabréfum í Reginn hf. sem eru skráð á Nasdaq Iceland undir auðkenninu REGINN. Samningurinn tekur gildi mánudaginn 5. febrúar 2024.

Tilgangur þessa samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Samningurinn kveður á um að fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 10 m.kr. að markaðsvirði á gengi sem Íslandsbanki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. 

Eigi Íslandsbanki viðskipti með bréf félagsins fyrir 60 m.kr. að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun innan dags, falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 5,0% er Íslandsbanka heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup-og sölutilboða tímabundið þann daginn, eða í 3%.

Nú er Reginn hf. því aðili að samningum um viðskiptavakt á tveimur stöðum, þ.e. hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. 

Nánari upplýsingar veitir: 

Rósa Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, rosa@reginn.is