Alma íbúðafélag hf.: Ársreikningur 2023


Alma íbúðafélag hf.: Ársreikningur 2023

Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn Ölmu íbúðafélags hf. ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2023. 

Versnandi afkoma í krefjandi vaxtaumhverfi.

Leigutekjur samstæðunnar námu 4.373 m. kr. og aðrar rekstrartekjur námu 373 m. kr. Heildartekjur samstæðunnar námu því 4.746 m. kr. á árinu. EBITDA ársins var 3.238 m. kr. og hækkaði um 483 m. kr. leiðrétt fyrir sölu á lóðum á árinu 2022. Hagnaður ársins nam 1.672 m. kr. og lækkaði um 3.700 m. kr. á milli ára, eða um 69%. Handbært fé frá rekstri nam 2.013 m. kr. og jókst um 1.106 m.kr.

Heildareignir samstæðunnar námu 106,5 mö. kr. þann 31. desember 2023, en þar af voru fasteignir að andvirði 85,6 ma. kr. Hlutfall vaxtaberandi skulda af bókfærðu virði fasteigna nemur 63% og eigið fé samstæðunnar var 34,4 ma. kr.

Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags: 

„Góður vöxtur var í leigutekjum íbúðar- og atvinnuhúsnæðis sem hækkuðu umfram verðlag á árinu. Kjarnarekstur félagsins gekk vel á árinu en aukinn viðhaldskostnaður og hækkun fasteignagjalda lækkar framlegðina. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu af útleigu íbúðarhúsnæðis jókst um 13% á milli ára en framlegðarhlutfallið nam 63,9% og lækkar um 1,1% stig. Leiguarðsemi íbúðarhúsnæðis nam 3,4%.

Útleiga atvinnuhúsnæðis gekk vel og umfangið jókst með nýjum tekjuberandi eignum.

Áframhaldandi eftirspurn eftir þjónustu félagsins á árinu endurspeglast í góðu nýtingarhlutfalli sem nam 96,1% á árinu fyrir útleigu íbúðarhúsnæðis. Félagið býður viðskiptavinum upp á leigusamninga allt frá einu ári að fimm árum og hafa 5% af viðskiptavinum félagsins kosið fimm ára samninga. Það er gaman að segja frá því að félagið á í traustu viðskiptasambandi við viðskiptavini sína enda hafa um 40% af viðskiptavinum verið með félaginu lengur en í 4 ár.

Samstæðan hélt áfram að styrkja eignasafnið með 2.421 m. kr. fjárfestingum á árinu. Fjárfesting í nýjum tekjuberandi íbúðum og endurbótum nam 506 m. kr. Fjárfesting í íbúðum í byggingu nam 388 m. kr. og er áætlað að þær íbúðir verði afhentar félaginu í árslok 2025 og byrjun árs 2026. Einnig hefur samstæðan tryggt sér byggingarrétt fyrir 24 íbúðum í Mosfellsbæ sem áætlað er að verði tilbúnar árið 2026. Fjárfesting í nýju atvinnuhúsnæði og í byggingu nam 1.915 m. kr. og urðu þær eignir tekjuberandi í upphafi árs 2024.

Matsbreyting á árinu nam 5.460 m. kr. og er tilkomin vegna verðlagsáhrifa og endurnýjunar á leigusamningum. Matsbreyting íbúðarhúsnæðis nam 2.433 m. kr. og atvinnuhúsnæðis 3.027 m. kr.

Á árinu hefur félagið aukið hlutdeild verðtryggðrar fjármögnunar og eru vegnir verðtryggðir vextir félagsins 3,39%. Vegnir óverðtryggðir vextir hafa tekið breytingum samhliða hækkun stýrivaxta á árinu og nema nú 9,71%. Hlutdeild verðtryggðra lána nemur nú 76% af vaxtaberandi skuldum en nam 45% í árslok 2022.“

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri, ingolfur@al.is.

Viðhengi



Attachments

Ársreikningur Alma íbúðafélag hf._Samstæða_31.12.2023