Síminn hf. - Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Símans hf. á félögunum BBI ehf., Dengsa ehf. og Billboard ehf.


Samkeppniseftirlitið tilkynnti Símanum hf. í dag að stofnunin hefði lokið rannsókn á kaupum Símans hf. á félögunum BBI ehf., Dengsa ehf. og Billboard ehf. sem Síminn hf. tilkynnti opinberlega um þann 18. janúar sl. Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum taldi Samkeppniseftirlitið ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar í málinu og lauk því meðferð málsins í fyrsta fasa.

Í samræmi við kaupsamning má reikna með að framkvæmd viðskiptanna eigi sér stað á næstu vikum, þó í síðasta lagi í lok apríl 2024, að öðrum skilyrðum samningsins uppfylltum. Síminn hf. mun upplýsa þegar viðskiptin hafa verið frágengin.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans hf. (orri@siminn.is).