Festi hf: Kaup Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. – Ósk um sáttaviðræður við Samkeppniseftirlitið


Í tilkynningu Festi, dags. 18. mars 2024, var greint frá frummati í rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. en samkvæmt því krefist samruninn að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins.

Festi hefur nú sent erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem fram koma sjónarmið félagsins og tillögur að skilyrðum vegna frummats stofnunarinnar. Er með erindinu óskað eftir formlegum sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið um möguleg skilyrði vegna kaupanna. Er erindi Festi nú til meðferðar og skoðunar hjá Samkeppnieftirlitinu.

Vegna framangreinds hafa tímafrestir Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar á kaupunum framlengst um fimmtán virka daga eða til 23. maí 2024.

Nánar verður upplýst um framgang málsins um leið og tilefni er til.

Nánari upplýsingar veita Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi (asta@festi.is), og Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Festi (mki@festi.is).