Kópavogsbær: Kópavogsbær heldur útboð á verðtryggðum skuldabréfum


Kópavogsbær mun halda útboð á nýjum flokki verðtryggðra skuldabréfa í flokknum KOP 55 1 (eða KOP 24 1) fimmtudaginn 23. maí. Stefnt er að skráningu skuldabréfa flokksins í kauphöll Nasdaq Iceland fyrir 30. júní. Skuldababréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf (e. annuity) þar sem vextir og höfuðstólsafborganir greiðast með jöfnum greiðslum tvisvar á ári. Lokagjalddagi flokksins er 2055 og ber hann fasta 3,25% vexti.

Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni.

Kópavogsbær áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta.

Áætlaður uppgjörsdagur er mánudagur 3. Júní 2024.

Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tekið er á móti tilboðum á netfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is fimmtudaginn 23 maí nk. til kl. 16:00.