Eftirtalin gefa kost á sér til setu í stjórn Nova Klúbbsins hf. á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður fimmtudaginn, 21. mars 2024, kl. 16:00:
- Hrund Rudolfsdóttir
- Jóhannes Þorsteinsson
- Jón Óttar Birgisson
- Magnús Árnason
- Sigríður Olgeirsdóttir
Framboðsfrestur er nú útrunninn og hefur stjórn félagsins staðfest lögmæti framboðanna. Í samþykktum Nova Klúbbsins hf. kemur fram að fimm skipa stjórn félagsins og er því sjálfkjörið í stjórn félagsins.
Eftirtaldar gefa kost á sér til setu í tilnefningarnefnd félagsins:
- Margrét Kristmannsdóttir
- Thelma Kristín Kvaran
Framboðsfrestur vegna framboða til setu í tilnefningarnefnd félagsins er einnig útrunninn og hefur stjórn staðfest lögmæti framboðanna. Starfsreglur tilnefningarnefndar gera ráð fyrir tveimur nefndarmönnum til setu í nefndinni og er því sjálfkjörið í hana.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna á vefsíðu félagsins, www.nova.is/fjarfestar.
Athygli er vakin á að hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig hér, fyrir kl. 16, þann 20. mars, eða degi fyrir fundardag. Skráningu á fundinn þarf að fylgja afrit af skilríkjum og umboð, ef við á.
