Eik fasteignafélag hf.: Tilboðsferli Glerártorgs á Akureyri lokið


Eik fasteignafélag hf. tilkynnti þann 20. desember sl. um að félaginu hafi borist óskuldbindandi tilboð í Glerártorg á Akureyri.

Hefur það ferli sem fór af stað í framhaldinu ekki skilað ásættanlegum árangri fyrir Eik fasteignafélag og telst ferlinu þar með lokið.

Glerártorg, sem er stærsta verslunarmiðstöð landsbyggðarinnar, hefur gengið í gegnum miklar endurbætur á undanförnum tveimur árum sem hefur skilað sér í sterkri eftirspurn eftir leigurýmum og virðisútleiguhlutfalli í 97,5% um síðustu áramót. Áfram verður haldið í að gera torgið að höfuðstað verslunar- og þjónustu á Norðurlandi með frekari uppbyggingu ásamt fyrirhugaðri íbúðarbyggð á lóðum félagsins á Gleráreyrum sem styðja við svæðið. Þessu til viðbótar stendur til að reist verði samgöngumiðstöð við hlið Glerártorgs með tilheyrandi auknu flæði og aðgengi og því eru spennandi tímar framundan.


Recommended Reading