Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur í dag þann 11. apríl 2025, staðfest með vísan til 3. mgr. 32. gr. laga nr. 116/2021, um verðbréfasjóði, breytingar á reglum vísitölu- og kauphallarsjóðsins Landsbréf – LEQ UCITS ETF hs., kt. 681212-9300, en stjórn Landsbréfa hf., rekstrarfélags sjóðsins, hafði áður samþykkt reglubreytingarnar.
Breytingarnar felast í því að sjóðurinn hefur nú heimildir til að gera samninga um verðbréfalán, þó að hámarki allt að 50% af verðbréfaeign sjóðsins, enda séu til staðar á hverjum tíma fullnægjandi tryggingar annað hvort í formi innlána eða ríkisskuldabréfa. Á heimasíðu Landsbréfa hf. (https://www.landsbref.is/sjodir/leq) má finna útboðslýsingu sjóðsins, en reglur sjóðsins eru birtar sem viðauki við hana, auk annarra upplýsinga um sjóðinn.
Frekari upplýsingar veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500.