HS Veitur hf.
B.t. stjórnar Brekkustíg 36
260 Reykjanesbær
30. október 2025
Staðfesting á skýrslu um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaflokka HSVE 13 01, HSVE 18 01 og HSVE 22 01.
Deloitte ehf. gegnir eftirlitshlutverki með skuldabréfaflokkum HS Veitna hf. sem gefnir voru út í janúar 2013, janúar 2018 og nóvember 2022.
Staðfesting þessi miðast við stöðu HS Veitna hf. þann 30.6.2025 en árshlutareikningur tímabilsins 1/1-30/6 2025 var undirritaður þann 23. september 2025.
Vísað er til skýrslu útgefanda um fjárhagslegar kvaðir, dags. 17. október 2025.
Eftirlitsaðili hefur farið yfir skýrslu útgefanda um fjárhagslegar kvaðir, forsendur og útreikninga sem liggja til grundvallar og aðrar upplýsingar sem skýrslan byggir á.
Að lokinni sjálfstæðri yfirferð eru niðurstöður eftirlitsaðila eftirfarandi:
| Fjárhagslegar kvaðir | 30.6.2025 | Viðmið | Í lagi |
| Fjárhagsleg skilyrði: | |||
| a) Sjóðsstreymiskvöð | 12,11% | <50% | Já |
| b) Skuldsetning | 0% | <20% | Já |
| c) Eiginfjárhlutfall | 48,6% | >35% | Já |
Yfirferð eftirlitsaðila á fjárhagslegum skilyrðum samræmist mati útgefanda og skýrsla um fjárhagsleg skilyrði því staðfest.
Kópavogur, 29. október 2025
Fyrir hönd eftirlitsaðila,
Kristján Þór Ragnarsson
Deloitte ehf. og Deloitte Legal ehf. eru hlutdeildarfélög Deloitte NSE LLP sem er aðildarfélag Deloitte Touche Tohmatsu Limited („DTTL"). DTTL (einnig vísað til sem („Deloitte á alþjóðavísu") og hvert aðildarfélag þess eru lagalega aðskildir og sjálfstæðir lögaðilar, sem geta hvorki skyldað eða skuldbundið hvort annað gagnvart þriðja aðila. DTTL og hvert DTTL aðildarfélag og tengd félög eru aðeins ábyrg fyrir eigin athöfnum og aðgerðaleysi, en ekki hvors annars. DTTL innir ekki af hendi þjónustu til viðskiptavina. Fyrir frekari upplýsingar; www.deloitte.com/about.