Skuldabréfaútboð – HS Veitur hf


Skuldabréfaútboð – HS Veitur hf

HS Veitur hf. hefur ákveðið að efna til útboðs á nýjum skuldabréfaflokki um miðjan desember 2025.  Skuldabréfin eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs og greiðast til baka með jöfnum greiðslum (e. annuity).  Lokagjalddagi skuldabréfanna verður í desember árið 2045.

Stefnt er að lokuðu útboði þann 11. desember næstkomandi og uppgjöri viðskipta þann 18. desember.  Skila þarf tilboðum til Markaðsviðskipta Kviku banka fyrir kl. 16.00 á fyrrgreindum útboðsdegi með tölvupósti á midlun@kvika.is.

Stefnt er að því að taka skuldabréfin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland á árinu 2026.

Kvika banki hf. hefur umsjón með útgáfu og útboði skuldabréfanna auk töku þeirra til viðskipta.


Nánari upplýsingar veita:

Anna Birgitta Geirfinnsdóttir

Framkvæmdastjóri fjármála 

HS Veitur hf.

annab@hsveitur.is

s. 898 6252


Birgir Guðfinnsson

Markaðsviðskipti Kviku banka hf.

birgir.gudfinnsson@kvikabanki.is

s. 856 7737


Recommended Reading