Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2026 - HS Veitur hf.


Árið 2026:

Í fjárhags og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að fjárfestingar HS Veitna hf. verði um 4.232 m.kr. Af fjárfestingunum eru 2.616 m.kr. í raforkukerfunum, 1.019 m.kr. í hitaveitukerfunum, 428 m.kr. í ferskvatnskerfunum og 169 m.kr. í öðrum fjárfestingum. Heildartekjur eru áætlaðar 11.860 m.kr., EBITDA 4.241 m.kr. (35,8%) og hagnaður 1.370 m.kr.  Afskriftir eru áætlaðar um 1.300 m.kr. og afborganir langtímaskulda 1.397 m.kr.

Árið 2025:

Rekstrartekjur og rekstrargjöld á tímabilinu janúar - október 2025 eru í takt við áætlanir og EBITDA 3.459 m.kr eða 0,96% lægri en áætlað hafði verið fyrir sama tímabil í fjárhagsáætlun 2025. Fjármagnsliðir eru nettó 15,6% undir áætlun og afkoman því betri en áætlað hafði verið.

Fjárfestingar HS Veitna hf. nema um 2.257 m.kr. fyrstu 10 mánuði ársins 2025 en áætluð lokastaða  fjárfestinga á árinu 2025 nemur 2.766 m.kr. samanborið við 3.515 m.kr. samkvæmt framkvæmdaáætlun 2025.

Í desember 2025 er áætluð skuldabréfaútgáfa að fjárhæð 5 ma.kr. og áætluð kaup á eigin bréfum að fjárhæð 500 m.kr. 


Nánari upplýsingar veitir:

Anna Birgitta Geirfinnsdóttir

Framkvæmdastjóri fjármála

annab@hsveitur.is

s. 898 6252


Recommended Reading