Alma íbúðafélag hf.: Útgáfa á víxlum


Alma íbúðafélag hf. hefur lokið sölu á víxlum. Samtals bárust tilboð að fjárhæð 2.200 m. kr.

Alma hefur ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust í 3ja mánaða víxilinn en samþykkja tilboð að fjárhæð 1.740 m. kr. í 6 mánaða víxilinn á 8,49% vöxtum.

Arctica Finance hf. hafði umsjón með sölu víxlanna.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er mánudagurinn 15. desember 2025.

Nánari upplýsingar veitir:

Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags hf. - ingolfur@al.is.


Recommended Reading