Garðabær heldur útboð á skuldabréfum í flokknum GARD 11 1, og mun útboð fara fram mánudaginn 15. desember 2025. Flokkurinn er verðtryggður með jöfnum hálfsárslegum greiðslum vaxta og höfuðstólsafborgana með lokagjalddaga í nóvember 2051. GARD 11 1 var fyrst gefinn út í nóvember 2011, en áður hefur verið gefið út í flokknum 4.370.000.000 kr. að nafnvirði.
Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Garðabær áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, samþykkja tilboð að hluta til eða hafna þeim öllum.
Áætlaður uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 23. desember 2025 og verða bréfin í kjölfarið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tekið verður á móti tilboðum til kl. 16:00, mánudaginn 15. desember í gegnum netfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is