Fossar fjárfestingarbanki hf. efnir til útboðs á nýjum skuldabréfaflokki miðvikudaginn 17. desember næstkomandi sem gefinn er út undir 12.000.000.000 útgáfuramma bankans.
Boðin verða til sölu skuldabréf í flokki FOS 27 1, sem er almennur skuldabréfaflokkur og ber fljótandi vexti (1M REIBOR + 1,70%). Flokkurinn er með lokagjalddaga 23. júní 2027, greiðir mánaðarlegar vaxtagreiðslur og felur í sér innlausnarheimild eigenda með 3 mánaða innlausnartíma, eins og nánar verður tilgreint í endanlegum skilmálum flokksins.
Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur flokksins FOS 26 1 eiga þess kost að selja bréf í flokknum á pargenginu 100,00, gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði.
Markaðsviðskipti Fossa Fjárfestingarbanka hf. hafa umsjón með útboðinu og tilboðum skal skilað fyrir kl. 17:00 á útboðsdegi, miðvikudaginn 17. desember á netfangið utbod@fossar.is.
Áætlaður uppgjörsdagur viðskiptanna er 23. desember 2025.
Sótt verður um töku skuldabréfanna til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu flokksins verða birt á vefsíðu bankans: www.fossar.is/fjarfestar.
Nánari upplýsingar veita:
Arnar Friðriksson
Fossar fjárfestingarbanki hf.
Sími: 865-8101
Netfang: arnar.fridriksson@fossar.is
Ásgrímur Gunnarsson
Fossar fjárfestingarbanki hf.
Sími: 842-4040
Netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is