Bæjarráð samþykkir niðurstöðu úr skuldabréfaútboði Garðabæjar


Garðabær hefur lokið útboði í skuldabréfaflokknum GARD 11 1.

Heildartilboð í GARD 11 1 voru samtals 920 m.kr. að nafnverði. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnverði 820 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,82%. Útistandandi fyrir útboð voru 4.370 m.kr. að nafnverði. Heildarstærð flokksins er nú 5.190 m.kr. að nafnverði.

Áætlaður uppgjörsdagur er þriðjudaginn 23. desember 2025.

Bæjarráð hefur staðfest niðurstöðu útboðsins og vísað til samþykktar bæjarstjórnar.

Markaðsviðskipti Arion banka höfðu umsjón með útboðinu.


Recommended Reading