Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung fjárhagsársins 2025 (Q3) eru:
- Spáð EBITDA fjárhagsársins hækkar í 5.000-5.200 millj. kr. sem skýrist af innkomu Gæðabaksturs og Kjarnavara í samstæðu Ölgerðarinnar frá 1. desember 2025 en á móti koma lakari horfur hjá Iceland Spring.
- Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 7,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári.
- EBITDA ársfjórðungsins var 1.260 millj. kr. og hækkaði um 8,6% á milli ára.
- EBITDA Iceland Spring og Collab útflutnings lækkaði um 32 millj. kr. miðað við sama fjórðung í fyrra.
- Hagnaður eftir skatta var 571 millj. kr. og hækkaði um 3 millj. kr.
Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2025 eru:
- Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 4,1% miðað við sama tímabil á síðasta ári.
- EBITDA fyrstu 9 mánuðina var 3.842 millj. kr. samanborið við 3.872 millj. kr. árið áður.
- EBITDA Iceland Spring og Collab útflutnings lækkaði um 296 millj. kr. miðað við sama tímabil í fyrra.
- Innlendur hluti starfseminnar skilar 7% hærri EBITDA og 6% meiri hagnaði en á sama tímabili 2024.
- Hagnaður eftir skatta var 1.825 millj. kr. samanborið við 1.980 millj. kr. árið áður
Rekstur Q3 2025 (millj. kr.)
| Rekstrarreikningur Q3 2025 | Q3 2025 | Q3 2024 | Breyt. | % Breyt |
| Vörusala | 12.135 | 11.314 | 821 | 7% |
| Áfengis- og skilagjald | 3.103 | 2.899 | 205 | 7% |
| Vörunotkun | 4.604 | 4.454 | 149 | 3% |
| Annar framleiðslukostnaður | 277 | 207 | 70 | 34% |
| Framlegð | 4.152 | 3.754 | 397 | 11% |
| Aðrar tekjur | 12 | 9 | 2 | 26% |
| Laun og launatengd gjöld | 1.485 | 1.331 | 155 | 12% |
| Sölu- og markaðskostnaður | 722 | 681 | 42 | 6% |
| Annar kostnaður | 695 | 592 | 104 | 18% |
| EBITDA | 1.260 | 1.160 | 100 | 9% |
| Afskriftir | 308 | 289 | 19 | 7% |
| EBIT | 952 | 872 | 81 | 9% |
| Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga | 241 | 173 | 68 | 39% |
| Hagnaður fyrir skatta | 711 | 698 | 13 | 2% |
| Tekjuskattur | 140 | 130 | 10 | 8% |
| Hagnaður e skatta | 571 | 568 | 3 | 1% |
Sala til áfengisverslana jókst um 10% milli ára sem má að mestu rekja til áframhaldandi hlutdeildaraukningar í bjór. Rúmlega 2% aukning var í sölu til hótela og veitingastaða (Horeca) á ársfjórðungnum og sala til stórmarkaða jókst um 12% milli ára.
Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 12% milli ára. Stöðugildum fjölgaði um 29 milli ára og má skýra það með auknum umsvifum í snyrtivöruhluta Danól ásamt innvistun á hluta af vöruhúsastarfsemi og kaffivélaþjónustu. Ölgerðin rekur nú tvö vöruhús. Hið nýrra hóf starfsemi í febrúar sl. og er við Köllunarklettsvegi 6. Þar eru 13 stöðugildi.
Samtals hækkaði rekstrarkostnaður um 11% milli ára. EBITDA áhrifin af Collab útflutningi á þessum ársfjórðungi voru neikvæð um 80 millj. kr. Áhrifin á fjárhagsárið í heild sinni verða neikvæð um 350 millj. kr. eins og áður hefur verið gefið út. EBITDA Iceland Spring á ársfjórðungnum var 49 millj. kr. lægri en á sama tímabili í fyrra.
Vaxtakostnaður stóð nokkurn veginn í stað á milli ára. Neikvæður gengismunur var 33 millj. kr. á ársfjórðungnum samanborið við 35 millj. kr. jákvæðan gengismun á sama tímabili í fyrra. Veiking íslensku krónunnar undir lok tímabilsins skýrir neikvæðan gengismun þar sem viðskiptaskuldir félagsins eru að stórum hluta í erlendum myntum.
Efnahagur 30.11.2025 (millj. kr.)
| Efnahagur | 30.11.2025 | 28.2.2025 | Breyt. | % Breyt |
| Eignir | 36.176 | 33.184 | 2.992 | 9% |
| Eigið fé | 18.124 | 16.375 | 1.749 | 11% |
| Eiginfjárhlutfall | 50,1% | 49,3% | 0,8 | |
| Vaxtaberandi skuldir og leigusk. | 8.639 | 8.719 | -80 | -1% |
| Handbært fé | 1.337 | 1.273 | 64 | 5% |
| Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk. | 7.301 | 7.445 | -144 | -2% |
| EBITDA sl. 12 mán | 4.955 | 5.040 | -85 | -2% |
| NIBD/EBITDA sl. 12 mán | 1,46 | 1,48 | -0,02 |
Nettó vaxtaberandi skuldir, að viðbættri húsaleiguskuldbindingu, voru 7.301 millj. kr. í lok þriðja ársfjórðungs. Það er lækkun um 144 millj. kr. frá upphafi fjárhagsársins.
Meðalvextir skulda samstæðunnar í íslenskum krónum voru 9,1% í lok þriðja ársfjórðungs.
Rekstur 9 mán 2025 (millj. kr.)
| Rekstrarreikningur 9 m 2025 | 2025 | 2024 | Breyt. | % Breyt |
| Vörusala | 36.744 | 35.286 | 1.458 | 4% |
| Áfengis- og skilagjald | 9.659 | 9.116 | 543 | 6% |
| Vörunotkun | 13.760 | 13.724 | 36 | 0% |
| Annar framleiðslukostnaður | 765 | 687 | 78 | 11% |
| Framlegð | 12.560 | 11.759 | 800 | 7% |
| Aðrar tekjur | 28 | 27 | 1 | 3% |
| Laun og launatengd gjöld | 4.329 | 3.891 | 438 | 11% |
| Sölu- og markaðskostnaður | 2.406 | 2.232 | 174 | 8% |
| Annar kostnaður | 2.012 | 1.792 | 220 | 12% |
| EBITDA | 3.842 | 3.872 | -30 | -1% |
| Afskriftir | 911 | 837 | 74 | 9% |
| EBIT | 2.931 | 3.035 | -104 | -3% |
| Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga | 657 | 601 | 56 | 9% |
| Hagnaður fyrir skatta | 2.273 | 2.433 | -160 | -7% |
| Tekjuskattur | 448 | 454 | -6 | -1% |
| Hagnaður e skatta | 1.825 | 1.980 | -154 | -8% |
Afkoma Iceland Spring var verulega undir væntingum og stefnir í að EBITDA ársins hjá Iceland Spring verði um 300 millj. kr. lægri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Ástæðan er einkum bein og óbein áhrif tollasetninga í Bandaríkjunum. Afkoma Iceland Spring var 207 millj. kr. lakari fyrstu 9 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Sá kostnaður sem var ákveðið að leggja út í vegna markaðssetningar á Collab drykknum erlendis litar rekstrarniðurstöðu. Ef horft er framhjá erlendu starfseminni hækkar rekstrarhagnaður (EBITDA) innlendu starfseminnar um 266 millj. kr. milli ára eða 7%, og hagnaður eftir skatta var um 122 millj. kr. eða 6%. Sjá nánar í töflu hér að neðan:
Rekstur 9 mán 2025 (millj. kr.) án Iceland Spring og Collab útflutnings
| Rekstrarreikningur 9m 2025 (innlend starfsemi) | 9m 2025 | 9m 2024 | Breyt. | % Breyt |
| Vörusala | 34.924 | 33.547 | 1.378 | 4% |
| Áfengis- og skilagjald | 9.659 | 9.116 | 543 | 6% |
| Vörunotkun | 12.541 | 12.661 | -121 | -1% |
| Annar framleiðslukostnaður | 621 | 562 | 59 | 11% |
| Framlegð | 12.104 | 11.208 | 896 | 8% |
| Aðrar tekjur | 28 | 27 | 1 | 3% |
| Laun og launatengd gjöld | 4.252 | 3.816 | 435 | 11% |
| Sölu- og markaðskostnaður | 1.984 | 1.960 | 25 | 1% |
| Annar kostnaður | 1.841 | 1.669 | 172 | 10% |
| EBITDA | 4.056 | 3.790 | 266 | 7% |
| Afskriftir | 882 | 802 | 80 | 10% |
| EBIT | 3.174 | 2.988 | 186 | 6% |
| Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga | 626 | 553 | 74 | 13% |
| Hagnaður fyrir skatta | 2.548 | 2.435 | 112 | 5% |
| Tekjuskattur | 439 | 448 | -9 | -2% |
| Hagnaður e skatta | 2.109 | 1.987 | 122 | 6% |
Fjárfestingar
Vinna við stækkun vöruhúss félagsins við Köllunarklettsveg 6 stendur yfir og gengur vel. Fjárfest hefur verið fyrir 591 millj. kr. í verkefninu það sem af er ári og gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að viðbyggingin verði tekin í notkun á fyrsta fjórðungi næsta fjárhagsárs. Fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum námu 856 millj. kr. á tímabilinu sem er áfram heldur minna en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir.
Endurnýjun á loftræsingu í framleiðsluhluta Grjótháls 9 kláraðist á tímabilinu og af öðrum helstu fjárfestingum tímabilsins má nefna nýjan rafmagnsvörubíl ásamt endurnýjun á framleiðslulínu fyrir safa.
Aðrar fréttir í starfseminni:
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Ölgerðarinnar á Kjarnavörum og Gæðabakstri. Þar sem öll skilyrði viðskiptanna voru uppfyllt hefur greiðsla og afhending hlutabréfa beggja félaga farið fram og miðast við 1. desember 2025. Rekstur félaganna verður hluti af samstæðu Ölgerðarinnar á tímabilinu 1. desember 2025 – 28. febrúar 2026 eða á öllum fjórða ársfjórðungi. Heildarvirði (EV) Gæðabaksturs í kaupunum var 3.454 millj. kr. og heildarvirði Kjarnavara (EV) var 3.970 millj. kr.
Þá hefur skipulagi á Collab útflutningi hefur verið breytt. Stjórnun hefur verði samþætt starfsemi Ölgerðarinnar til einföldunar og lækkunar á kostnaði. Sala er í gangi á þremur mörkuðum, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Á næsta ári er áætlað að bæta við einum markaði. Á næsta ári verður dregið úr kostnaði við útrásina. Viðtökur í Danmörku og Austurríki eru í samræmi við áætlanir, en undir áætlun í Þýskalandi.
Fyrir þessi jól kynnti Ölgerðin tvo nýja jólabjóra – Boli Xmas og Tuborg Lille Jul. Sá síðarnefndi var þróaður af Ölgerðinni og er Ísland fyrsti markaðurinn til að markaðssetja bjórinn. Viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum og eru bjórarnir uppseldir. Góð söluaukning verður á jólabjórum frá Ölgerðinni miðað við síðasta ár.
Breytingar á skipulagi samstæðu í kjölfar kaupa á Gæðabakstri og Kjarnavörum
Stjórn Ölgerðarinnar tók ákvörðun á fundi þann 18. desember 2025 að hefja undirbúning að breyttu skipulagi samstæðu Ölgerðarinnar. Nýtt dótturfélag með sama nafni verður stofnað um þá starfsemi Ölgerðarinnar sem snýr að drykkjarvöruhluta fyrirtækisins. Samhliða því verður nafni móðurfélags samstæðunnar, sem verður áfram skráð í kauphöllinni, breytt í Bera, en það var einmitt nafn móður Egils Skallagrímssonar og jafnframt dóttur hans. Nafnið hefur því sögulega og skýra tengingu við Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Eftir breytingarnar verða rekstrarfélögin, Kjarnavörur, Gæðabakstur, Collab, Iceland Spring, Danól, G7-11 fasteignafélag og Ölgerðin systurfélög og í eigu móðurfélagsins sem jafnframt veitir félögunum stoðþjónustu.
Undir hatti Beru verða m.a. mannauðssvið, stafræn þróun, rekstur tölvukerfa, sjálfbærni, rekstur vöruhúsa, innkaup á aðföngum og þjónustu, auk þess sem móðurfélagið mun veita dótturfélögunum þjónustu á fjármálasviði. Þannig má segja að öll stoðþjónusta verði sameiginleg og þar með hægt að nýta enn betur stærðarhagkvæmni samstæðunnar.
Með þessu fyrirkomulagi er ráðgert að skýrari skil verði á milli einstakra rekstrarfélaga í samstæðunni og að veiting stoðþjónustu frá móðurfélaginu verði skilvirkari. Um leið getur hvert og eitt rekstrarfélag, þ.m.t. Ölgerðin, einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. Nýja skipulagið einfaldar jafnframt frekari vöxt með nýjum einingum. Andri, forstjóri móðurfélagsins Beru, mun jafnframt stýra Ölgerðinni.
Þessar breytingar eru háðar leyfisveitingum frá opinberum aðilum og samþykki hluthafafundar Ölgerðarinnar. Til hluthafafundar verður boðað fljótlega á nýju ári þegar undirbúningi verður að mestu lokið.
„Dótturfélög Beru verða mun sjálfstæðari með þessum hætti, framtíðarvöxtur hvers félags fyrir sig styrkist, rekstrartölur félaganna verða enn skýrari, vöruþróun eflist og skil milli vinnustaðamenningar og markaðssóknar hvers félags bætist til muna. Með nýju skipulagi nýtist stærðarhagkvæmni móðurfélagsins, t.d. á sviði stafrænnar umbreytingar, sjálfbærni og sterkri fyrirtækjamenningu, öllum félögunum til góða.
Afkoma innlendu starfsemi Ölgerðarinnar var góð á ársfjórðungnum og viðtökur við nýjum vörumerkjum í jólabjórnum voru afar góðar. Afkoma Iceland Spring var hins vegar verulega undir okkar væntingum og ljóst að við þurfum að gera betur. Fyrirtækin Gæðabakstur og Kjarnavörur urðu hluti af samstæðu Ölgerðarinnar frá 1. desember 2025. Það er virkilega ánægjulegt og vil ég bjóða þessi fyrirtæki og starfsfólk þeirra velkomið í samstæðuna,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri.
Nánari upplýsingar veita:
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010
Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491
Viðhengi