Sjóvá: Tilnefningarnefnd Sjóvár auglýsir eftir framboðum til stjórnar


Til­nefn­ing­ar­nefnd Sjóvá-Almennra trygginga hf. aug­lýs­ir eft­ir fram­boð­um og til­nefn­ing­um til stjórn­ar Sjóvár vegna að­al­fund­ar fé­lags­ins sem hald­inn verð­ur fimmtudag­inn 12. mars 2026.

Frest­ur til að skila inn fram­boð­um og til­nefn­ing­um sem hljóta eiga um­fjöll­un til­nefn­ing­ar­nefnd­ar er til loka mánudagsins 19. janúar 2026. Til­kynn­ing um fram­boð skal vera á sér­stöku eyðu­blaði sem hægt er að nálg­ast á vef­svæði fé­lags­ins á slóðinni https://www.sjova.is/files/file/frambod-til-stjornarsetu.pdf og skal skila á net­fang­ið tilnefningarnefnd@sjova.is.

Almennur framboðsfrestur til stjórnar er fimm sólarhringum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki, en nefndin ábyrgist ekki að lagt verði mat á framboð sem berast þeim eftir 19. janúar 2026. Nefndin áskilur sér þó rétt til að endurskoða tillögu þá sem birt verður samhliða aðalfundarboði og verður endurskoðuð tillaga þá birt a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund.

Mat nefndarinnar og tilnefning frambjóðenda til stjórnarsetu verður kynnt samhliða aðalfundarboði sem birt verður skemmst þremur vikum fyrir aðalfund.


Recommended Reading