Tilnefningarnefnd Reita auglýsir eftir tilnefningum og framboðum til stjórnar


Tilnefningarnefnd
Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags hf. auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins vegna aðalfundar sem haldinn verður 25. mars 2026. Jafnframt hvetur tilnefningarnefndin hluthafa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina. Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags hf. var skipuð á aðalfundi 2. apríl 2025 og er skipunartími nefndarinnar til eins árs í senn. Hlutverk nefndarinnar er að undirbúa stjórnarkjör á hluthafafundum.

Nefndina skipa:

Auður Ósk Þórisdóttir, formaður tilnefningarnefndar
Hilmar G. Hjaltason, sérfræðingur í mannauðsmálum
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, ráðgjafi

Starfsreglur tilnefningarnefndar má sjá hér

Framboðsfrestur
Almennur framboðsfrestur til stjórnar samkvæmt samþykktum Reita fasteignafélags hf. er sjö dögum fyrir aðalfund. Hyggist fleiri gefa kost á sér til stjórnar en þeir sem tilnefningarnefnd gerir tillögu um skulu þeir tilkynna um framboð sitt innan þess frests. Form framboðs til stjórnar er meðfylgjandi sem viðhengi.

Umfjöllun tilnefningarnefndar
Í því skyni að fá umfjöllun tilnefningarnefndar um tilnefningar og framboð til stjórnar skal erindi berast nefndinni eigi síðar en 11. febrúar 2026. Er áhugasömum bent á að fylla út neðangreint form til umfjöllunar tilnefningarnefndar og senda nefndinni.

Farið verður með allar persónuupplýsingar sem tilnefningarnefnd berast sem trúnaðarmál sé þess óskað. Tillaga nefndarinnar um val á stjórnarmönnum verður birt samhliða boðun aðalfundar eða í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund. Önnur framboð verða birt sex sólarhringum fyrir aðalfund. Einstaklingur sem nefndin gerir ekki tillögu um sem stjórnarmann í félaginu getur ávallt gefið kost á sér í stjórnina með því að skila inn formi framboðs til stjórnar innan hins almenna framboðsfrests, þ.e. sjö sólarhringum fyrir aðalfund.

Netfang nefndarinnar er tilnefningarnefnd@reitir.is

Tilnefningarnefnd Reita fasteignafélags hf.

Viðhengi



Attachments

Form fyrir framboð til stjórnar Reita 2026 Form til umfjollunar tilnefningarnefndar Reita 2026

Recommended Reading