Síminn hf. – Landsréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2020


Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020, dags. 28. maí 2020. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður ógilt hluta ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins og lækkaði sektina úr 500 m.kr. niður í 200 m.kr. sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1/2020, dags. 13. janúar 2021.

Héraðsdómur felldi ákvörðunina, og þar með sektina, að öllu leyti úr gildi með dómi þann 11. október 2022 og hefur Landsréttur nú staðfest þá niðurstöðu. Þar sem sektin hafði áður verið felld niður að fullu með dómi Héraðsdóms hefur niðurstaða Landsréttar ekki áhrif á reikninga félagsins.


Nánari upplýsingar veita:
Orri Hauksson, forstjóri Símans, orri@siminn.is.
Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, gudmundurjoh@siminn.is.