Tilkynning um innköllun á skuldabréfaflokki CCP 12 1


CCP hf. kt. 450697-3469 hefur ákveðið að nýta sér rétt til innköllunar á öllum skuldabréfum í flokki CCP 12 1; ISIN: IS0000021962

Innköllunin tekur gildi þann 27. mars 2015. CCP hf. greiðir skuldina í samræmi við skilmála skuldabréfaflokksins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins hafa skuldabréfaeigendur 30 daga frá tilkynningu um innköllun til að tilkynna CCP hf. hvort þeir nýti sér breytirétt skuldabréfaflokksins. Vísað er að öðru leyti til skilmála skuldabréfaflokksins. Skuldabréfin eru skráð í Nasdaq OMX Iceland hf. og verður óskað eftir afskráningu þeirra að lokinni innköllun.

Frekar upplýsingar veitir:

Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP hf Netfang: siggi@ccpgames.com