Reginn hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Regins hf. á HTO ehf. og FAST-2 ehf.

Kopavogur, ICELANDÞann 18. maí 2018 var undirritaður kaupsamningur á milli Regins hf. og FAST-1 slhf. um kaup Regins á öllu hlutafé dótturfélaga FAST-1 slhf., HTO ehf. og FAST-2 ehf. Kaupsamningurinn var m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið hefur nú birt niðurstöðu sína, en samkvæmt henni telur Samkeppniseftirlitið að kaup Regins hf. á ofangreindum félögum feli í sér samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samrunans.

Unnið er að endanlegri fjármögnun kaupanna og er gert ráð fyrir að henni ljúki í september nk.

                                                                                                                                                         

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262