Reginn hf. – Hlutafjáraukning vegna kaupa á HTO ehf. og FAST-2 ehf.

Kopavogur, ICELANDStjórn Regins ákvað á fundi sínum þann 17. september 2018 að fullnýta heimild í 4. gr. samþykkta félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi Regins 14. mars 2018 og hækka hlutafé Regins um 220.532.319 hluti. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé. Hlutafjáraukningunni verður ráðstafað sem greiðslu vegna kaupa Regins á öllu hlutafé dótturfélaga FAST-1 slhf., HTO ehf. og FAST-2 ehf. í samræmi við kaupsamning, dags. 18. maí 2018 en heildarvirði hins keypta er samtals 22.717 m.kr. og verður að fullu fjármagnað með útgáfu framangreindra hluta, lánsfé og yfirtöku áhvílandi skulda.

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna er 1.605.711.637 krónur að nafnvirði og verður að henni lokinni 1.826.243.956 krónur að nafnvirði. Reginn á ekki eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð sem áætlaður er 21. september. Sama dag er áætlað að hlutirnir verði teknir til viðskipta í kerfum Nasdaq Iceland hf.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262