Reginn hf. birtir lýsingu í tengslum við hlutafjárhækkun félagsins og umsókn um að hlutirnir verði teknir til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf.

Kopavogur, ICELAND


Reginn hf. birtir lýsingu þann 17. september 2018, í tengslum við hlutafjárhækkun félagsins og ósk stjórnar félagsins um að hlutirnir verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Þann 17. september 2018 fullnýtti stjórn félagsins sér heimild skv. 2.mgr. 4.gr. samþykkta félagsins til að auka hlutafé félagsins um 220.532.319 að nafnverði. Útgáfa nýrra hluta er til komin vegna kaupsamnings á milli Regins og FAST-1 slhf. sem undirritaður var 18. maí 2018 um kaup Regins á öllu hlutafé dótturfélaga FAST-1 slhf., HTO ehf. og FAST-2 ehf. Í kjölfar útgáfunnar mun nafnverð útistandandi hluta í Reginn hækka úr 1.605.711.637 kr. í 1.826.243.956 kr. Allir útgefnir hlutir í félaginu eru í sama flokki og jafn réttháir. Áætlað er að skrá hlutafjáraukninguna hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. þann 21. september 2018 og að hlutirnir verði teknir til viðskipta í kerfum Nasdaq Iceland hf. sama dag. Auðkenni hlutanna í kerfum Nasdaq Iceland er REGINN (IS0000021301).

Nánari upplýsingar

Útgefandi lýsingar hlutabréfa er Reginn hf., kt. 630109-1080, Hagasmára 1, 201 Kópavogur. Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með því ferli að fá nýja hluti félagsins tekna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Nánari upplýsingar um Regin og hlutabréf félagsins má finna í lýsingu Regins hf. sem er dagsett 17. september 2018, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins, www.reginn.is/fjarfestavefur. Þar má nálgast lýsinguna næstu 12 mánuði.

Kópavogur, 17. september 2018

Stjórn Regins hf.

Viðhengi


Attachments

Reginn hf. - Lýsing hlutabréfa - 17092018