Eimskip hefur borist úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem staðfest er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 17. apríl 2019, um að heimila samstarf Eimskips og Royal Arctic Line. Eins og fram kom í tilkynningu frá félaginu í maí taldi félagið kæruna ekki eiga við rök að styðjast og fagnar því að niðurstaða sé komin í málið.
Úrskurðurinn verður aðgengilegur á vefsíðu nefndarinnar https://www.samkeppni.is/urlausnir/urskurdir/
Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is