Eimskip: Samstarf við Royal Arctic Line staðfest


Eimskip hefur borist úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem staðfest er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 17. apríl 2019, um að heimila samstarf Eimskips og Royal Arctic Line. Eins og fram kom í tilkynningu frá félaginu í maí taldi félagið kæruna ekki eiga við rök að styðjast og fagnar því að niðurstaða sé komin í málið.

Úrskurðurinn verður aðgengilegur á vefsíðu nefndarinnar https://www.samkeppni.is/urlausnir/urskurdir/

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is


Recommended Reading