EIM: Dómur héraðsdóms um síðari kröfu félagsins


Vísað er til fréttar frá 30. júní og 10. og 25. október sl. um kröfur Eimskips vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins skv. 102. gr. laga um meðferð sakamála, þess efnis að rannsókn eftirlitsins á félaginu og samstæðufélögum þess, sem staðið hefur yfir í um tíu ár, verði hætt.

Kröfur Eimskips í málinu eru tvíþættar: Annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins verði úrskurðuð ólögmæt og að henni skuli hætt. Hins vegar að haldi allra þeirra gagna sem eftirlitið tók í tveimur húsleitum verði aflétt og afritum þeirra eytt.

Fyrri kröfunni var vísað frá dómstólum en frávísun þeirrar seinni var hafnað í október sl. Eftir stóð þá krafa Eimskips um að haldi allra þeirra gagna sem Samkeppniseftirlitið tók í tveimur húsleitum verði aflétt og afritum þeirra eytt. Með úrskurði í dag hafnaði héraðsdómur þessari síðari kröfu.

Eimskip mun vísa málinu til Landsréttar.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir,  markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is

Recommended Reading