Skráning á aðalfund Eimskipafélags Íslands hf. 25. mars 2021


Eimskip vill vekja athygli hluthafa á því að tilhögun fundahalda verður í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur um viðburði þar sem allt að 200 gestir sitja. Af því leiðir að:

  • Þátttaka allra gesta verður skráð á númeruð sæti þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Skráning verður varðveitt í tvær vikur.
  • Allir fundargestir skulu nota andlitsgrímu og tryggt verður að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri.
  • Koma þarf í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð.

Vegna þessa er nauðsynlegt að hluthafar sem ætla að mæta á aðalfund skrái sig fyrirfram á fundinn, eða fyrir kl. 15:00 næstkomandi miðvikudag 24. mars 2021. Hluthafar þurfa að skrá nafn, kennitölu og símanúmer áður en mætt er til fundar. Vinsamlega skráið ykkur hér

Á grundvelli þessarar skráningar verður atkvæðaseðill hluthafa prentaður út og hann lagður í það númeraða sæti sem hlutafanum verður úthlutað á aðalfundinum. Upplýsingar um sætisnúmer hluthafa verður aðgengilegt við inngang fundarins.

Öll gögn fundarins eru aðgengileg á fjárfestasíðu félagsins.

Ef breyta þarf tilhögun fundarhalda vegna breytinga á sóttvarnarreglum, þá verður tilkynnt um það í fréttakerfi Nasdaq Iceland.


Recommended Reading