Síldarvinnslan hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2021 eftir lokun markaða á mánudaginn kemur 31. maí.
Kynning á uppgjörinu verður haldin í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 16:30. Kynningunni verður einnig streymt á netinu og munu upplýsingar um tengingu á vefstreymi birtast á heimasíðu félagsins www.svn.is á mánudaginn.