Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf.


Verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2022 í Safnahúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.

Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum þannig jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

  1. Tillaga um heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé félagsins í tengslum við kaup á öllu hlutafé í Vísi hf.
    1. Verði tillagan samþykkt er stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins um kr. 145.939.749 að nafnvirði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé í Vísi hf. Hluthafar falla jafnframt frá áskriftarrétti sínum að hlutafjáraukningunni. Verður heimildin tekin upp í samþykktir félagsins og veitt til 12 mánaða frá dagsetningu samþykktar.
  2. Önnur mál, löglega fram borin

Meðfylgjandi er fundarboð með nánari upplýsingum.

Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/

Stjórn Síldarvinnslunnar hf.

Viðhengi



Attachments

Hluthafafundur SVN 18. ágúst 2022