Kvika banki hf. stefnir á skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Reykjavík, ICELAND


Stjórn Kviku banka hf. samþykkti á fundi sínum þann 2. júlí 2018 að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á næstu 6-12 mánuðum. 

 

Hlutabréf Kviku voru tekin til viðskipta á Nasdaq First North Iceland þann 16. mars 2018.

 

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka:
„Skráning á Aðalmarkað Nasdaq Iceland er áhugavert skref fyrir bankann og eðlilegt framhald eftir skráningu á First North fyrr á þessu ári. Hlutabréf Kviku eru í dag hluti af First North 25 vísitölunni sem inniheldur stærstu félög Norðurlanda sem skráð eru á First North markaðinn, mælt út frá virði hlutafjár og veltu í viðskiptum. Með skráningu á Aðalmarkað verður Kvika fyrsta félagið á Íslandi sem færir sig af First North yfir á Aðalmarkað.“

 

Kvika banki hf. 
Kvika er viðskiptabanki með áherslu á eignastýringu og fjárfestingarbankastarfsemi. Hjá Kviku starfa rúmlega 100 starfsmenn. Forstjóri Kviku er Ármann Þorvaldsson og formaður stjórnar er Kristín Pétursdóttir. Nánar á: www.kvika.is.

 

Nánari upplýsingar veitir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, í síma 540 3200.