Síldarvinnslan hf.: Uppgjör þriðja ársfjórðungs birt 25. nóvember nk.


Síldarvinnslan hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs eftir lokun markaða fimmtudaginn 25. nóvember nk. Kynningarfundur fyrir fjárfesta verður haldinn kl. 16.30 þann sama dag. Kynningin verður eingöngu send út á vefstreymi. Vefstreymið má nálgast á https://svn.is/fjarfestar/streymi/. Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en kynningin hefst.

Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir og á meðan á fundi stendur á netfangið fjarfestir@svn.is.

Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Síldarvinnslunnar, www.svn.is/fjarfestar/

Upptaka verður einnig aðgengileg á fjárfestasíðunni að fundi loknum.

Nánari upplýsingar veitir Axel Ísaksson, fjármálastjóri í síma 470-7000 eða á fjarfestir@svn.is.


Recommended Reading