Síldarvinnslan hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs eftir lokun markaða fimmtudaginn 25. nóvember nk. Kynningarfundur fyrir fjárfesta verður haldinn kl. 16.30 þann sama dag. Kynningin verður eingöngu send út á vefstreymi. Vefstreymið má nálgast á https://svn.is/fjarfestar/streymi/. Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en kynningin hefst.
Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir og á meðan á fundi stendur á netfangið fjarfestir@svn.is.
Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Síldarvinnslunnar, www.svn.is/fjarfestar/
Upptaka verður einnig aðgengileg á fjárfestasíðunni að fundi loknum.
Nánari upplýsingar veitir Axel Ísaksson, fjármálastjóri í síma 470-7000 eða á fjarfestir@svn.is.