Fundurinn er haldinn rafrænt og í Safnahúsinu Neskaupstað þann 31. mars 2022 kl. 14.
Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem eru í kjöri á aðalfundinum 31. mars 2022. Framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn og tvo til vara og er því sjálfkjörið. .
Meðfylgjandi eru endanlegar tillögur fyrir aðalfundinn. Orðalagsbreyting er gerð á tillögu um heimild til kaupa á eigin hlutum í samræmi við ábendingar þar um. Jafnframt hefur tillaga að starfskjarastefnu verið uppfærð með breytingum og er hún meðfylgjandi. Engar aðrar breytingar hafa orðið á tillögum eða áður birtri dagskrá.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig á www.lumiconnect.com/meeting/svn eigi síðar en kl. 16.00 þann 30. mars 2022, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.
Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/
Viðhengi
- SVN - tillögur fyrir aðalfund 2022 (uppfært) 280322
- Framboð við kjör stjórnar á aðalfundi í Síldarvinnslunni hf. 2022
- starfskjarastefna 2022 250322 (uppfærð)