Yfirlýsing stjórnar Festi hf.


Hluthafafundur boðaður 14. júlí nk.

Stjórn Festi hefur ákveðið að boða hluthafafund vegna þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram í tengslum við starfslok forstjóra félagsins sem tilkynnt voru þann 2. júní sl. Stjórn víkur sér ekki undan málefnalegri gagnrýni en telur að horft til framtíðar sé ákvörðun hennar um forstjóraskipti rétt og mikilvægt skref í áframhaldandi þróun félagsins.

Vöxtur og viðgangur Festi er mikilvægari en einstaka stjórnendur þess eða stjórn. Það er ósk stjórnar að boðaður hluthafafundur megi verða til þess að sætta ólík sjónarmið svo unnt sé að halda áfram þeirri vegferð sem fyrir höndum er og skipan nýs forstjóra er órjúfanlegur hluti af.

Festi er stórt og samfélagslega mikilvægt félag á íslenskum neytenda- og fyrirtækjamarkaði sem hefur margvíslegum skyldum að gegna gagnvart starfsfólki og viðskiptavinum. Félagið býr yfir afburðahópi mjög hæfs starfsfólks sem er spennt fyrir framtíðinni. Stjórn og hluthafar bera sameiginlega ríka ábyrgð á því að skapa starfsfólki frið til að sinna störfum sínum.

Kópavogi, 16. júní 2022

Stjórn Festi hf.