Eimskip: Upplýsingar varðandi afkomu þriðja ársfjórðungs


Samkvæmt stjórnendauppgjöri fyrir júlí, ágúst og september sem nú liggur fyrir lítur út fyrir að EBITDA á þriðja ársfjórðungi 2022 verði umtalsvert hærri en EBITDA á sama ársfjórðungi í fyrra.

Áætlað er að EBITDA á þriðja ársfjórðungi 2022 verði á bilinu 48,6 – 50,1 milljónir evra samanborið við 36,8 milljónir evra á sama ársfjórðungi 2022. Þá er áætlað er að EBIT fjórðungsins verði á bilinu 32,8 – 34,3 milljónir evra samanborið við 23,8 milljónir evra  á þriðja ársfjórðungi 2022.

Helstu ástæður fyrir EBITDA aukningu eru góð afkoma af erlendri starfsemi félagsins og góð nýting í siglingakerfi félagsins sem skýrist af mjög sterkum Trans-Atlantic flutningum, áframhaldandi góðum innflutningi til Íslands, auk þess sem útflutningur frá Íslandi tók við sér á seinni hluta fjórðungsins eins og væntingar stóðu til.

Eimskip vinnur enn að uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung 2022 og geta niðurstöður tekið breytingum í uppgjörsferlinu.

Eimskip birtir uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða fimmtudaginn 3. nóvember 2022.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is.