Kvika banki hf.: Fyrirhuguð endurkaup hlutabréfa


Kvika banki hf. („Kvika“) og Arion banki hf. („Arion“) undirrituðu í dag viðauka við áformabréf félaganna um samrunaviðræður sem undirritað var í júlí 2025.

Kvika sendi í dag Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem óskað er eftir viðbótarheimild til endurkaupa á eigin hlutabréfum að fjárhæð allt að 631.548.500 krónur, ásamt lækkun hlutafjár. Bankinn hyggst einnig ljúka endurkaupum samkvæmt fyrirliggjandi heimild að fjárhæð 1.125.207.500 krónur, sem tilkynnt hafði verið um hlé á sbr. kauphallartilkynningu frá 7. júlí 2025. Heildarendurkaup munu því nema allt að 1.756.756.000 krónum. Framkvæmd endurkaupanna er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Kvika og Arion hafa jafnframt í dag undirritað viðauka við áformabréf félaganna um samrunaviðræður sem felur í sér að fyrirhuguð endurkaup Kviku og endurkaup Arion á eigin hlutabréfum að fjárhæð allt að 5 milljörðum króna hafi ekki áhrif á þau skiptahlutföll samrunans sem aðilar hafa komið sér saman um.

Fyrirhuguð endurkaup eru einkum vegna innleiðingar CRR III reglugerðar Evrópusambandsins, sem hefur í för með sér markverðar breytingar á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja.

Forviðræður við Samkeppniseftirlitið, sem hófust í ágúst sl., standa enn yfir og verður þeim haldið áfram á nýju ári.  Nánar verður upplýst um framvindu viðræðna þegar ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu  fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.


Recommended Reading